Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. mars 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hefur viðræður við Kane og reynir að sannfæra hann
Harry Kane er vanur að fagna mörkum.
Harry Kane er vanur að fagna mörkum.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur hafið viðræður við Harry Kane um nýjan samning en félagið vill koma í veg fyrir að missa markaskorara sinn í sumar.

Kane skoraði tvívegis í 3-1 sigri Spurs gegn Nottingham Forest á laugardaginn og er samtals kominn með 22 mörk á tímabilinu.

Gildandi samningur Kane rennur út eftir næsta tímabil og Manchester United og Bayern München hafa áhuga.

Viðræðurnar við Kane gætu dregist á langinn og Tottenham er sagt bilbúið að láta þær malla áfram inn í nýtt tímabil ef þörf er á.

Ef Kane verður seldur í sumar verður það ekki á neinu afsláttarverði, Daniel Levy vill að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir þennan 29 ára fyrirliða enska landsliðsins.

Kane hefur verið að nálgast markamet Alan Sherar í ensku úrvalsdeildinni. Kane er með 203 mörk en Shearer skoraði 260 mörk.

Ákvörðun Kane gæti legið í því hver sé líklegur til að verða stjóri Tottenham á næsta tímabili. Samningur Antonio Conte rennur út í sumar og talið líklegt að hann yfirgefi félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner