Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 13. apríl 2024 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Davíð á Kópavogsvelli í dag.
Davíð á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk
Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni
Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað ekkert sáttur með úrslitin, en ég verð bara að vera raunsýnn. Við höfum ekki farið á völl sem er í fullri stærð síðan í janúar. Við verðum að taka frá leik til leiks. Það var mikil bæting á liðinu frá leiknum á móti Fram, meira 'agression' í okkur, meira tempó og betri varnarlega en sóknarlega vorum við ekki nægilega góðir," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Mér fannst við ekki nægilega 'clean' í sendingum og náðum illa að koma okkur upp völlinn út af því."

0-0 í hálfleik og það var ekki mikið um opnanir. „Við áttum okkar móment sóknarlega sem við fórum illa með og maður er ósáttur með það. En ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að vinna í aðeins öðruvísi aðstæðum en aðrir, ég ætla ekki að nota það sem neina afsökun, ég er bara horfa á þetta jákvætt. Ef Breiðablik er (í dag) nálægt því að vera í sínu besta standi, þá höfum við meira pláss fyrir bætingu."

Elvar Baldvinsson fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik.

„Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk. Það er snemma inn í móti og það eru allir að reyna gera sitt besta."

Morten Ohlsen var ekki með Vestra í dag. „Bólginn ökkli, óleikfær fyrir þennan leik en kemur klár í næsta leik."

Pétur Bjarnason var ónotaður varamaður í dag, hvers vegna? „Bara öðruvísi leikur, ég er með stóran hóp til að velja úr. Við ætluðum að setja hann inn á en svo vorum við orðnir manni færri og mómentið kom ekki fyrr. Það er bara næsti leikur, við erum að reyna fá alla menn á tærnar," sagði Davíð. Pétur var í byrjunarliðinu í leiknum gegn Fram í fyrstu umferð.

Davíð var spurður meira út í sóknarleik liðsins en hann var ansi bitlaus í leiknum í dag.

„Við komum með ákveðið leikplan inn í leikinn sem gekk ekki eftir vegna þess að sendingar voru ekki nægilega 'clean'. Við vorum á frábærum velli í dag, erum aðeins að venjast, koma okkur aðeins í gang. Mér fannst við aðeins hægir á boltann, þá á ég við menn í kring, hlaupin voru hæg og lítil hreyfing. Við erum rétt að byrja."

Á þessum tímapunkti í viðtalinu kom smá hik á fréttaritara en Davíð var svo spurður út í stemninguna fyrir vestan þar sem liðið er ekki að fara spila heimaleik alveg strax.

„Við fengum hörkustuðning úr stúkunni í dag. Ég segi takk fyrir við okkar stuðningsmenn. Ég vona að stuðningsmenn okkar, eins og leikmenn, viti að við erum rétt að byrja og við þurfum á þeim að halda út tímabilið. Ég er gríðarlega þakklátur þeim og eins er ég þakklátur leikmönnum fyrir að leggja sig 100% fram því það vantaði upp á það í leiknum á móti Fram."

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði liðsins, var ekki í byrjunarliðinu í upprunalegu skýrslunni en eftir uppfærslu var hann kominn inn. Var þetta einhver spurning í aðdraganda leiksins?

„Nei, alls ekki. Bara vandamál með vefinn. Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni," sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner
banner