Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. apríl 2024 11:40
Aksentije Milisic
Táraðist þegar liðsfélagarnir mættu með verðlaunin fyrir besta leikmanninn
Muniz.
Muniz.
Mynd: Getty Images

Rodrigo Muniz sóknarmaður Fulham var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var tilkynnt í gær.


Muniz skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu í síðasta mánuði og er því Brassinn vel að verðlaununum kominn. Hann er aðeins þriðji leikmaður í sögu Fulham sem vinnur til þessara verðlauna.

Kappinn var í viðtali hjá Fulham þegar samlandar hans, Willian og Andreas Pereira mættu með verðlaunin til hans. Muniz gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann fékk gripinn í hendurnar. Hann sagðist vera orðlaus en náði að þakka fyrir sig.

Í kjölfarið fór hann niður í klefa þar sem allir liðsfélagarnir hans fögnuðu honum vel og innilega.


Athugasemdir
banner
banner