Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 13. maí 2019 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter vann - Bologna að bjarga sér
36. umferð ítalska boltans lauk með 2-0 sigri Inter gegn Chievo í kvöld. Sigurinn kemur sér afar vel fyrir Inter sem er í harðri baráttu um síðustu Meistaradeildarsætin.

Heimamenn voru við stjórn frá upphafi til enda og verðskulduðu sigurinn fyllilega. Matteo Politano skoraði í fyrri hálfleik en Inter tókst ekki að bæta við þrátt fyrir mikla yfirburði.

Nicola Rigoni, leikmaður Chievo, fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og tókst Ivan Perisic í kjölfarið að tryggja sigurinn. Inter er í þriðja sæti, einu stigi fyrir ofan Atalanta og fjórum fyrir ofan AC Milan.

Bologna fór þá langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni með 4-1 sigri gegn Parma. Heimamenn voru betri allan leikinn en tókst ekki að koma knettinum í netið fyrr en Riccardo Orsolini skoraði á 52. mínútu.

Skömmu síðar tvöfaldaði Luigi Sepe, markvörður Parma, forystu heimamanna með sjálfsmarki. Lagleg aukaspyrna Erick Pulgar fór þá í stöngina, Luigi Sepe markvörð Parma og þaðan í netið.

Bruno Alves, einn reyndasti leikmaður Parma, gerðist sekur um slæm mistök á 62. mínútu. Hann fékk gult spjald fyrir harkalegt brot og í sömu andrá annað spjald fyrir að reyna að rífa andstæðinginn á fætur með að toga fast í treyjuna hans.

Tíu leikmenn Parma áttu litla möguleika og endaði leikurinn með sanngjörnum 4-1 sigri Bologna.

Bologna er fimm stigum frá falli þegar tvær umferðir eru eftir. Parma er þremur stigum frá falli.

Bologna 4 - 1 Parma
1-0 Riccardo Orsolini ('52)
2-0 Luigi Sepe ('59, sjálfsmark)
3-0 Lyanco ('72)
3-1 Roberto Inglese ('81)
4-1 Francisco Sierralta ('84, sjálfsmark)
Rautt spjald: Bruno Alves, Parma ('62)

Inter 2 - 0 Chievo
1-0 Matteo Politano ('39)
2-0 Ivan Perisic ('86)
Rautt spjald: Nicola Rigoni, Chievo ('76)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner