Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 13. maí 2019 09:53
Elvar Geir Magnússon
Mirror gefur hverju liði í ensku deildinni einkunn
Manchester City lyfti Englandsmeistarabikarnum annað árið í röð eftir að hafa skákað Liverpool naumlega. Chelsea og Tottenham höfðu betur gegn Arsenal og Manchester United í baráttunni um að enda í topp fjórum.

Á hinum enda töflunnar fylgir Cardiff liðum Huddersfield og Fulham niður í Championship.

Nú þegar tímabilinu er lokið ákváðu blaðamenn Mirror að henda einkunnum á öll tuttugu lið deildarinnar fyrir frammistöðu tímabilsins.

Arsenal: B-
Unai Emery mistókst að koma Arsenal aftur í topp fjóra en liðið er á leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Bournemouth: B
Enduðu aftur á þægilegum stað um miðja deild.

Brighton: C
Kaupin á Alireza Jahanbakhsh skiluðu litlu og liðið hefur átt afar slæmt 2019. Búið er að reka Chris Hughton.

Burnley: C-
Það var alltaf ljóst að það yrði ómögulegt að leika síðasta tímabil eftir.

Cardiff: C
Neil Warnock gerði ótrúlega vel í að halda voninni á lífi þrátt fyrir áföll á tímabilinu. Skortur á gæðum gerði það að verkum að fall var að lokum óumflýjanlegt.

Chelsea: B+
Fólk hélt að Maurizio Sarri yrði rekinn eftir 6-0 tap gegn Manchester City í febrúar. Þremur mánuðum seinna og Chelsea er öruggt með Meistaradeildarsæti og á leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Crystal Palace: C+
Náði að forðast fallbaráttuna og það þrátt fyrir að hafa misst frá sér lykilmenn.

Everton: C+
Skortur á stöðugleika var helsti akkilesarhæll lærisveina Marco Silva.

Fulham: F
Fulham eyddi gríðarlegum fjárhæðum í nýja leikmenn en sá aldrei til sólar í deildinni.

Huddersfield: F
Var fallið í mars. Nýju leikmennirnir höfðu lítil áhrif.

Leicester: C+
Félagið gekk í gegnum erfiða tíma eftir að eigandinn Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi. Brendan Rodgers hefur sýnt að hann geti mögulega tekið næsta skref með liðið.

Liverpool: A
Þrátt fyrir að hafa mistekist að vinna úrvalsdeildina þá er ekkert hægt að setja út á tímabilið! Liðið er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Manchester City: A+
Þrátt fyrir mikla pressu og þrýstinginn frá Liverpool þá áttu lærisveinar Pep Guardiola annað stórfenglegt tímabil.

Manchester United: D
Eftir að Mourinho var rekinn gekk vel á hveitibrauðsdögum Solskjær en svo fór allt aftur í bull.

Newcastle: B-
Liðið byrjaði tímabilið illa en Rafa Benítez var alltaf viss um að liðið myndi ná að rétta úr kútnum.

Southampton: C-
Eftir að Mark Hughes var rekinn reyndist gríðarlega vel heppnað að ráða Ralph Hasenhuttl.

Tottenham: B+
Fjórða árið í röð í topp fjórum ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Watford: A-
Það er kominn betri stöðugleiki á Vicarage Road og liðið er á leið í úrslitaleik FA-bikarsins þar sem Manchester City verður mótherjinn.

Wolves: A
Úlfarnir hans Nuno Espirito Santo heilluðu fótboltaáhugamenn á tímabilinu.

West Ham: C
Óútreiknanlegir undir stjórn Manuel Pellegrini en niðurstaðan varð öruggt sæti um miðja deild.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir