mið 13. maí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville: Nálgun Tevez var óboðleg, ófagleg og olli vonbrigðum
Tevez og Hermann Hreiðarsson lenti saman, ótengt fréttinni.
Tevez og Hermann Hreiðarsson lenti saman, ótengt fréttinni.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports, var nýbúinn að hrósa sóknartríói Manchestr United tímabilið 2007-08 í hástert þegar hann rifjar upp þegar Carlos Tevez yfirgaf United sumarið 2009 og gekk í raðir nágrannanna í Manchester City.

Sjá einnig:
Neville: Ronaldo, Tevez og Rooney betri en Salah, Firmino og Mane

„Það sem fór í taugarnar á mér var nálgun Tevez þegar hann vildi fara. Hann lagði niður öll verkfærin á seinni leiktíðinni," sagði Neville. „Það olli mér vonbrigðum að fagmaður eins og hann gerði þetta, hann hegðaði sér ekki á réttan hátt."

„Hann fór að setjast á sjúkrabekkinn og kom seint á æfingar, byrjaði að fíflast. Ég skildi að hann var í erfiðum kringumstæðum, fólkið hans var stöðugt að suða í honum og hann var leiddur áfram af því. Þetta var alltaf að fara enda eins og það gerði."

Athugasemdir
banner
banner
banner