Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. maí 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hamar vann opnunarleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hamar 2 - 0 Uppsveitir
1-0 Matthías Ásgeir Ramos Rocha ('31)
2-0 Óliver Þorkelsson ('37)

Hamar fór með sigur af hólmi gegn Uppsveitum í fyrsta leik 4. deildar karla á þessu tímabili.

Það var ritað nýtt blað í sögu Hamars með þessum leik því hann var sýndur í beinu streymi. Var það í fyrsta sinn sem Hamar sýnir frá leik síns liðs í beinu streymi.

Svo fór að Hamar vann leikinn, 2-0. Fyrirliðinn Matthías Ásgeir Ramos Rocha, kom þeim yfir og stuttu síðar bætti Óliver Þorkelsson við marki. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Lokatölur 2-0 og Hamar byrjar sumarið vel. Ásamt þessum tveimur liðum eru Gullfákinn, KFB, KH, Skallagrímur, Smári, SR og Stokkseyri í riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner