banner
   fim 13. maí 2021 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi á meðal „þriggja slakra" að mati staðarmiðilsins
Gylfi fyrir leikinn.
Gylfi fyrir leikinn.
Mynd: EPA
Ben Godfrey, maður leiksins að mati Sky Sports.
Ben Godfrey, maður leiksins að mati Sky Sports.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hreif ekki fjölmiðlamenn með frammistöðu sinni gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Gylfi spilaði 67 mínútur en hann fær 5 í einkunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo. Í fyrirsögn fjölmiðilsins segir að þrír leikmenn hafi verið slakir og fær Gylfi slökustu einkunn byrjunarliðsmanna ásamt Seamus Coleman. Andre Gomes fær einnig 5 en hann kom inn af bekknum.

„Fann vasa fyrir aftan miðju Villa en tókst ekki að gera neitt út frá því. Var svo skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma," segir í umsögn um Gylfa hjá Liverpool Echo.

Gylfi fær sex í einkunn hjá Sky Sports en einkunnagjöf þeirra má sjá hér að neðan.

Aston Villa: Martinez (7), Cash (6), Konsa (6), Mings (6), Targett (6), Luiz (7), McGinn (6), Barkley (5), Traore (5), Davis (5), El Ghazi (6).

Varamenn: Elmohamady (6), Ramsey (6), Grealish (6).

Everton: Pickford (6), Holgate (7), Keane (7), Godfrey (7), Digne (6), Coleman (6), Doucoure (6), Allan (7), Sigurdsson (6) Calvert-Lewin (6), Richarlison (6).

Varamenn: Gomes (5), Iwobi (5).

Maður leiksins: Ben Godfrey
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner