Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. maí 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 3. deild: Pakkaði KH saman
1. umferð: Matthew Woo Ling (Dalvík/Reynir)
Mynd: Dalvík/Reynir
Um síðustu helgi fór fram fyrsta umferð í 3. deild karla. Dalvík/Reynir, KFS, Vængir Júpíters og Víðir unnu sína leiki í umferðinni. 2. umferð hefst strax í kvöld með tveimur leikjum.

Leikmaður umferðarinnar í boði Jako Sport var Matthew Woo Ling sem er leikmaður Dalvíkur/Reynis. D/R vann 4-0 sigur á KH í fyrstu umferðinni, Matthew skoraði eitt mark og fiskaði víti.

Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Gylfi Tryggvason, Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason sem gerðu upp fyrstu umferðina. Umræðuna um leikmann umferðarinnar má nálgast eftir um 99 mínútur í spilaranum hér að neðan.

„Matthew pakkaði saman KH. Matthew, if you are listening: congratulations on this award," sagði Sverrir á léttu nótunum í þættinum. Greint var frá því í þættinum að Matthew væri einungis nýkominn til Dalvíkur.

2. umferð:
föstudagur 13. maí
18:30 Augnablik-KFG (Kópavogsvöllur)
19:15 KH-Elliði (Valsvöllur)

laugardagur 14. maí
14:00 ÍH-Kormákur/Hvöt (Skessan)
14:00 Víðir-Sindri (Nesfisk-völlurinn)
15:00 Kári-KFS (Akraneshöllin)
16:00 Vængir Júpiters-Dalvík/Reynir (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Ástríðan - Eiríkur hafði svo bara tíma! Eru Haukar langnæstbesta lið deildarinnar?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner