Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 13. maí 2022 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kundai vildi ekki spila í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Í leik með Vestra í fyrra
Í leik með Vestra í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Kundai Benyu mun ganga í raðir ÍBV þegar sumarglugginn opnar í lok júní. en félagið hefur staðfest það. Þessi landsliðsmaður Simbabve gekk í raðir Vestra fyrir síðasta tímabil og lék sextán leiki í Lengjudeildinni.

Í vetur lék hann á Afríkumótinu og í kjölfarið æfði hann með Breiðabliki. Breiðablik hafði áhuga á að fá hann í sínar raðir og hafði Kundai áhuga á því að spila í efstu deild. Breiðablik ákvað á endanum að fá hann ekki í sínar raðir og síðan hefur verið fjallað um áhuga ÍBV, ÍA og Leiknis á leikmanninum sem eins og fyrr segir mun spila með ÍBV seinni hluta mótsins í ár.

Hann mun hins vegar ekki spila með Vestra þangað til.

„Kundai vildi ekki spila í Lengjudeildinni, vildi spila í efstu deild og það kom aldrei til tals að hann myndi spila fyrri hluta tímabilsins með okkur. Hann er á leið í landsliðsverkefni í lok mánaðar, spilar mögulega tvo leiki þar," sagði Samúel Samúelsson meðstjórnandi í stjórn Vestra við Fótbolta.net í dag.

„Að mínu mati er hann einn af bestu miðjumönnunum á landinu," bætti Samúel við.

Samningur Kundai við ÍBV gildir út tímabilið 2023. Hjá ÍBV hittir hann fyrir Andra Rúnar Bjarnason en þeir voru liðsfélagar hjá Helsingborg á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner