Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mæla gegn því að syngja á börum í dag
Mynd: Jóhann Þór Hólmgrímsson
England mætir Króatíu á EM kl 13 í dag. Leikurinn fer fram á Wembley í London en þetta er í fyrsta sinn sem England spilar heimaleik á EM síðan árið 1996.

Enskir stuðningsmenn bíða eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu en barir landsins verða væntanlega vel mannaðir. Hörðustu stuðningsmennirnir voru farnir að mynda biðraðir fyrir utan barina klukkan 7 í morgun.

22.500 áhorfendur verða á Wembley og enska knattspyrnusambandið hefur sagt við stuðningsmenn að virða óskir enska liðsins að krjúpa á hné fyrir leikinn en það var baulað á liðið er þeir krupu á hné fyrir æfingarleik gegn Rúmeníu fyrir EM.

Athygli vekur að það er mælt gegn því að fólk syngi og tralli á börum landsins vegna hættu á að smitast af covid veirunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner