Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Silas í þriggja mánaða bann
Mynd: EPA
Það kom upp athyglisvert mál í Þýskalandi í síðustu viku þar sem sóknarleikmaðurinn Silas Wamangituka hjá Stuttgart reyndist spila undir fölsku nafni.

Hann heitir í raun Silas Katompa Mvumpa og er fæddur 1998 en ekki 1999 eins og áður var talið.

Silas, sem fæddist í Kongó, er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna Stuttgart og hjálpaði liðinu að komast upp í þýsku Bundesliguna þar sem liðið hafnaði í níunda sæti á liðnu tímabili.

Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, segir Silas sé fórnarlamb í málinu. Hans fyrrum umboðsmaður lét hann hafa fölsk skilríki þegar hann var til reynslu í Belgíu þegar hann var yngri. Hægt er að lesa meira um málið hérna.

Þýska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að dæma Silas í þriggja mánaða bann og sekta hann um 30 þúsund evrur fyrir að spila undir fölsku nafni. Hann missir af fyrsta mánuði næsta tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner