Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 11:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verður Trippier í vinstri bakverði?
Mynd: Getty Images
England mætir Króatíu í fyrsta leik dagsins á EM kl 13:00. Talið er að byrjunarliði enska liðsins hafi verið lekið á netið. Það er athyglisvert ef þetta verður liðið.

Samkvæmt The Athletic verður Kieran Trippier hægri bakvörður Atletico Madrid í vinstri bakverði. Eins og frægt er orðið voru margir hægri bakverðir valdir í hópinn.

Vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Ben Chilwell eru í hópnum og ekki er talið að þeir séu meiddir.

Jack Grealish verður síðan ekki í byrjunarliðinu en hann hefur komið gríðarlega sterkur inn í landsliðið síðan hann var valinn fyrst í ágúst.

Leikur Englands og Króatíu hefst kl 13 eins og áður sagði og er sýndur beint á Stöð 2 sport EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner