Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Yorkshire Pirlo' sló í gegn í frumraun sinni á stórmóti
Phillips þjarmar hér að Luka Modric, stjörnu Króata.
Phillips þjarmar hér að Luka Modric, stjörnu Króata.
Mynd: EPA
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, kom, sá og sigraði þegar England vann 1-0 sigur á Króatíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu.

Phillips fékk nokkuð óvænt sæti í byrjunarliðinu og hann nýtti það svo sannarlega. Phillips hefði líklega ekki byrjað ef Jordan Henderson væri heill heilsu.

Þessi miðjumaður Leeds hljóp eins og enginn væri morgundaginn - líkt og hann gerir vanalega - og var góður þegar hann fór framar á völlinn einnig. Hann lagði til að mynda upp sigurmarkið fyrir Raheem Sterling.

Phillips var allt í öllu á miðsvæðinu og hjálpaði Englendingum að stjórna því gegn sterkri miðju Króata. Hann var maður leiksins.

Það er ekki að ástæðulausu að þessi leikmaður er kallaður Yorkshire Pirlo.



Athugasemdir
banner
banner
banner