mán 13. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren hafnaði starfinu sem Brynjar Björn tók svo að sér
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, kom til greina sem þjálfari Örgryte í Svíþjóð í síðasta mánuði.

Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að Hamren, sem er einnig fyrrum þjálfari sænska landsliðsins, hafi verið boðið að taka starfið að sér en hann hafi hafnað því.

„Það er búið að fjalla um það í dagblöðum að ég hafi hafnað starfinu og það er því ekkert leyndarmál," segir Hamren.

Hinn 65 ára gamli Hamren segist hafa fengið fjölmörg tilboð frá því hann hætti að þjálfa Íslands í lok árs 2020. Hann hafi hins vegar ekki enn fengið tilboð sem honum þykir nægilega spennandi.

Þess má geta að Örgryte endaði á því að ráða íslenskan þjálfara: Brynjar Björn Gunnarsson.

Örgryte er í sænsku B-deildinni og er þessa stundina í áttunda sæti af 16 liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner