Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
   fim 13. júní 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA í átta liða úrslitum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson þjáflara Fram eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Maður er mjög ósáttur við okkar leik í dag. Við áttum ekkert skilið, KA menn miklu grimmari á öllum sviðum og betri en við. Við vorum ekki með frá upphafi til enda. Maður er pirraður að fá á sig mark úr föstu leikatriði snemma í leiknum þegar við erum komnir hingað til að gera þeim erfitt fyrir í byrjun og reyna fá leikinn í þann farveg sem hentar okkur betur en þeim," sagði Rúnar.

Það kom lítið út úr sóknarleik Fram í kvöld.

„Skilaboðin í fyrri og seinni hálfleik voru í raun og veru svipuð. Þora að koma hingað og vinna fótboltaleik en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Þá vorum við að senda langa bolta of snemma þegar við þurftum þess ekki. Í staðin fyrir að halda boltanum aðeins og færa KA mennina eitthvað og búa til svæði sem við getum nýtt okkur," sagði Rúnar.

„Þegar við gerðum það þá fáum við hörku sénsa og Alex Freyr fær hörku séns til að jafna en við gerðum það alltof sjaldan. Þegar við náum þessum góða kafla þá eru KA menn farnir að bakka aðeins og eru hræddir um að missa fenginn hlut. Við náum aðeins að halda boltanum en mér fannst við ekki ná að skapa neitt og um leið og annað markið kemur þá er þetta búið og menn gáfust upp."


Athugasemdir
banner