Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. júní 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA í átta liða úrslitum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson þjáflara Fram eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Maður er mjög ósáttur við okkar leik í dag. Við áttum ekkert skilið, KA menn miklu grimmari á öllum sviðum og betri en við. Við vorum ekki með frá upphafi til enda. Maður er pirraður að fá á sig mark úr föstu leikatriði snemma í leiknum þegar við erum komnir hingað til að gera þeim erfitt fyrir í byrjun og reyna fá leikinn í þann farveg sem hentar okkur betur en þeim," sagði Rúnar.

Það kom lítið út úr sóknarleik Fram í kvöld.

„Skilaboðin í fyrri og seinni hálfleik voru í raun og veru svipuð. Þora að koma hingað og vinna fótboltaleik en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Þá vorum við að senda langa bolta of snemma þegar við þurftum þess ekki. Í staðin fyrir að halda boltanum aðeins og færa KA mennina eitthvað og búa til svæði sem við getum nýtt okkur," sagði Rúnar.

„Þegar við gerðum það þá fáum við hörku sénsa og Alex Freyr fær hörku séns til að jafna en við gerðum það alltof sjaldan. Þegar við náum þessum góða kafla þá eru KA menn farnir að bakka aðeins og eru hræddir um að missa fenginn hlut. Við náum aðeins að halda boltanum en mér fannst við ekki ná að skapa neitt og um leið og annað markið kemur þá er þetta búið og menn gáfust upp."


Athugasemdir
banner
banner