Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fim 13. júní 2024 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar mjög ósáttur - „Menn gáfust upp"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 3-0 tap gegn KA í átta liða úrslitum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson þjáflara Fram eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

„Maður er mjög ósáttur við okkar leik í dag. Við áttum ekkert skilið, KA menn miklu grimmari á öllum sviðum og betri en við. Við vorum ekki með frá upphafi til enda. Maður er pirraður að fá á sig mark úr föstu leikatriði snemma í leiknum þegar við erum komnir hingað til að gera þeim erfitt fyrir í byrjun og reyna fá leikinn í þann farveg sem hentar okkur betur en þeim," sagði Rúnar.

Það kom lítið út úr sóknarleik Fram í kvöld.

„Skilaboðin í fyrri og seinni hálfleik voru í raun og veru svipuð. Þora að koma hingað og vinna fótboltaleik en við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. Þá vorum við að senda langa bolta of snemma þegar við þurftum þess ekki. Í staðin fyrir að halda boltanum aðeins og færa KA mennina eitthvað og búa til svæði sem við getum nýtt okkur," sagði Rúnar.

„Þegar við gerðum það þá fáum við hörku sénsa og Alex Freyr fær hörku séns til að jafna en við gerðum það alltof sjaldan. Þegar við náum þessum góða kafla þá eru KA menn farnir að bakka aðeins og eru hræddir um að missa fenginn hlut. Við náum aðeins að halda boltanum en mér fannst við ekki ná að skapa neitt og um leið og annað markið kemur þá er þetta búið og menn gáfust upp."


Athugasemdir
banner