Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. júlí 2019 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Gary Martin um víti FH-inga: Ertu að reyna að æsa í mér?
Gary Martin er ósáttur með vítið
Gary Martin er ósáttur með vítið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji ÍBV í Pepsi Max-deildinni, er afar ósáttur með vítaspyrnuna sem FH fékk í leik liðanna í dag en hann ræddi það á Twitter.

FH vann 2-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í 12. umferð deildarinnar í dag en FH-ingar fengu vítaspyrnu eftir rúman hálftíma.

Þá virtist Diogo Coelho brjóta á Jakub Thomsen innan teigs og dæmdi Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, vítaspyrnu. Steven Lennon steig á punktinn og skoraði.

Lucas Arnold, sérfræðingur um Pepsi Max-deildina, sagði á Twitter að honum hefði fundist þetta vera klárt víti en Gary Martin svaraði honum fullum hálsi.

„Verðskuldað víti? Ertu að reyna að æsa í mér? Ef þú heldur að þetta sé víti þá ættir þú að hætta að horfa á fótbolta," sagði Gary við Lucas.

Gary vildi augljóslega meina að eitthvað hafi orsakað fallið hjá Jakub en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, staðfesti í viðtali við Fótbolta.net eftir leik að Jakub væri líklega með tognað liðband.

Gary skoraði sjálfur úr víti í leiknum en það var fyrsta markið hans fyrir Eyjamenn á tímabilinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner