Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. ágúst 2020 18:45
Aksentije Milisic
Simeone ætlaði að hætta með Atletico eftir tap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, var nálægt því að hætta með liðið þegar Atletico Madrid tapaði gegn grönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2016.

Real vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni en þetta var í annað skiptið á innan við þremur árum sem Atletico tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real.

Atletico tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern Munchen árið 1974 og var liðið með það orðspor á sér að vera óheppnasta lið Spánar, áður en Simeone tók við liðinu. Sá stimpill hefur verið áfram á liðinu.

Umræðan á Spáni er hins vegar sú að þetta gæti verið árið þeirra. Í þetta skipti er ekki Real Madrid í keppninni til þess að eyðileggja fyrir þeim og nú er styttri leið í úrslitaleikinn þar sem það er ekki spilað heima og að heiman.

„Sigurinn gegn Liverpool hjálpar okkur ekkert núna. Stemningin sem skapaðist þá var fyrir löngu síðan," sagði Simeone.

Eftir úrslitaleikinn árið 2016 sagði Simeone að það væri klúður að tapa tveimur úrslitaleikjum og að hann væri að íhuga stöðu sína hjá félaginu. Hann hélt hins vegar áfram með liðið og spurningin er hvort honum takist að loka þeim stóra í ár.

Atletico Madrid mætir RB Leipzig í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner