banner
   fim 13. ágúst 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðurkennir að Aouar gæti farið frá Lyon
Houssem Aouar er eftirsóttur.
Houssem Aouar er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Juninho, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska félaginu Lyon, viðurkennir það að miðjumaðurinn Houssem Aouar gæti verið á förum í sumar.

Aouar hefur vakið athygli stærri félagi með flottri frammistöðu hjá Lyon sem komið er í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Manchester City og Juventus eru sögð á eftir honum, en Aouar, sem er 22 ára, á þrjú ár eftir af samningi og Lyon þarf því ekki að selja hann. Hann er metinn á 50 milljónir evra.

„Houssem Aouar? Þegar þú ert með frábæra leikmenn í þínum hóp er það eðlilegt að stærri félög með meiri fjárhagslegan styrk komi á eftir þeim leikmönnum," sagði Junino, sem var frábær spyrnumaður á sínum tíma, í samtali við RMC Sport.

„Það er alltaf hætta á að missa mikilvæga leikmenn. Ef við gerum það, þá er ég búinn að tala við forsetann um ráðstafanir sem við munum grípa til."
Athugasemdir
banner
banner
banner