Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. ágúst 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man City sendir bráðefnilegan Kayky til Portúgals (Staðfest)
Kayky skoraði þrjú mörk fyrir meistaraflokk Fluminense.
Kayky skoraði þrjú mörk fyrir meistaraflokk Fluminense.
Mynd: EPA

Hinn bráðefnilegi Kayky er farinn út til Portúgals á lánssamningi eftir að hafa verið algjör lykilmaður með varaliði Manchester City í ensku varaliðadeildinni.


Kayky skoraði sex og gaf fjórar stoðsendingar í þrettán leikjum og reynir nú fyrir sér í fullorðinsbolta. Hann fer til Pacos de Ferreira sem leikur í efstu deild í Portúgal. 

Kayky er 19 ára framherji sem var keyptur til Man City frá Fluminense í apríl í fyrra. Hann lék 29 leiki fyrir meistaraflokk félagsins áður en City borgaði um 15 milljónir punda fyrir táninginn.

Kayky fer á eins árs lánssamningi og er þetta leikmaður sem Pep Guardiola hefur mikla trú á. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum mun ganga í Portúgal.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt kynningarmyndband þar sem Twitter rás Fabrizio Romano spilar stórt hlutverk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner