Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. ágúst 2022 15:20
Aksentije Milisic
Netníð og dauðahótanir ástæða þess að Willian rifti samningi
Mynd: Getty Images

Brasilíumaðurinn Willian, fyrrverandi leikmaður Chelsea og Arsenal, rifti samningi sínum  við Corinthians í heimalandinu Brasilíu en þetta er uppeldisfélag hans.


Hinn 34 ára gamli Willian er orðaður við endurkomu í ensku úrvaldsdeildina en Fulham ku hafa áhuga á að fá kappann í sínar raðir.

Willian hefur nú sagt frá því að netníð og dauðahótanir séu á meðal annars ástæða þess að hann geti ekki lengur spilað með Corinthians og því vilji hann leita annað.

Willian spilað 45 leiki og skoraði einungis eitt mark eftir komu sína til baka og hefur hann átt erfiða tíma hjá uppeldisfélaginu.

„Ástæða þess að ég sé að yfirgefa félagið eru hótarnir sem ég er að fá og þá sérstaklega fjölskyldan mín. Þessar hótanir stoppa aldrei,"  sagði Willian.

„Ef liðið spilar illa og ég sjálfur einnig þá fær fjölskyldan mín hótanir og ljót orð í sinn garð á netinu. Konan mín, barnið mitt og svo var byrjaði að ráðast að föður mínum og systur."

„Þegar ég kom til baka þá var ég fullur tilhlökkunar að spila fyrir Corinthians. Ég bjóst ekki við þessu, að vera hótað og eftir leik sem við unnum ekki eða spiluðum illa. Þetta er aðalástæða þess að ég sé að fara. Ég veit að það eru ekki allir stuðningsmenn svona en þetta hefur mikil áhrif á mig og mína fjölskyldu."

Willian á að baki 70 landsleiki fyrir Brasilíu en fróðlegt verður að sjá hvort hann komi til Fulham fyrir gluggalok.


Athugasemdir
banner
banner
banner