„Fyrri hálfleikurinn fer með þetta," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 6-1 ósigur gegn Víkingi í 19. umferð Bestu deildarinnar.
Hann var spurður að því næst hver yrðu fyrstu orð hans til leikmanna inn í klefa eftir þennan leik.
Hann var spurður að því næst hver yrðu fyrstu orð hans til leikmanna inn í klefa eftir þennan leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 - 1 HK
„Þetta er búið. Við höfum talað um það í allt sumar að við þurfum að passa okkur að fara ekki of hátt upp og of langt niður eftir úrslitum í leikjunum. Við þurfum bara að reyna halda áfram að halda jafnvægi. Það er helling sem við þurfum að gera betur í þeim leikjum sem eru framundan. Við verðum að vinna saman í því að gera betur," sagði Ómar Ingi.
HK vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Höfðu þau úrslit áhrif á það hvernig liðið kom til leiks í þennan leik eða eru Víkingarnir hreinlega miklu betri en HK?
„Það er blanda af báðu. En þá hefðum við átt að geta farið inn í þennan leik beinir og léttir á því af því við vorum ekki í einhverjum úrslitaleik gegn Víkingi. Við horfðum ekki á það þannig. Það hefði frekar átt að vinna okkur í hag finnst mér úrslitin í vikunni," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK.
Athugasemdir

























