Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 13. ágúst 2023 21:51
Arnar Daði Arnarsson
Ómar Ingi: Verðum að vinna saman í því að gera betur
Ómar Ingi þjálfari HK.
Ómar Ingi þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn fer með þetta," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir 6-1 ósigur gegn Víkingi í 19. umferð Bestu deildarinnar.

Hann var spurður að því næst hver yrðu fyrstu orð hans til leikmanna inn í klefa eftir þennan leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  1 HK

„Þetta er búið. Við höfum talað um það í allt sumar að við þurfum að passa okkur að fara ekki of hátt upp og of langt niður eftir úrslitum í leikjunum. Við þurfum bara að reyna halda áfram að halda jafnvægi. Það er helling sem við þurfum að gera betur í þeim leikjum sem eru framundan. Við verðum að vinna saman í því að gera betur," sagði Ómar Ingi.

HK vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Höfðu þau úrslit áhrif á það hvernig liðið kom til leiks í þennan leik eða eru Víkingarnir hreinlega miklu betri en HK?

„Það er blanda af báðu. En þá hefðum við átt að geta farið inn í þennan leik beinir og léttir á því af því við vorum ekki í einhverjum úrslitaleik gegn Víkingi. Við horfðum ekki á það þannig. Það hefði frekar átt að vinna okkur í hag finnst mér úrslitin í vikunni," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner