Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 16:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danskur markvörður æfir með KA - Sævar á ekki von á liðsstyrk
Oliver Funch.
Oliver Funch.
Mynd: Fremad Amager
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það virðist ekkert ætla að gerast hjá KA í dag. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, segir í samtali við Fótbolta.net að menn hafi verið að reyna.

„En mér sýnist það ekki vera að ganga upp. Við erum búnir að vera leita að einum leikmanni til að bæta við hópinn, en einhvern veginn er markaðurinn erfiður og lokaður fyrir flesta í dag," segir Sævar.

KA var að leita að manni í stað Sveins Margeirs Haukssonar í sóknarlínuna. Sveinn Margeir fór til Bandaríkjanna í lok síðasta mánaðar þar sem hann verður í háskólanámi.

„Við erum örugglega búnir að fara í gegnum 20-30 aðila en leitin er ekki að ganga, staðan virðist vera sú sama hjá mörgum öðrum félögum."

Er búið að loka skrifstofunni?

„Ef það kemur eitthvað spennandi þá bara mæti ég aftur á skrifstofuna," segir Sævar.

Fótbolti.net hafði heyrt KA orðað við danskan markvörð í dag. Sá markvörður heitir Oliver Funch og lék síðast með Fremad Amager í Danmörku.

Michael Charpentier Kjeldsen, oftast kallaður Kappa, er markvarðaþjálfari KA og starfaði hann hjá Fremad Amager á síðasta ári.

„Það er danskur markmaður hjá okkur núna, en hann er ekki að koma í glugganum. Þetta er strákur sem þekkir Kappa og er hérna í 1-2 vikur. Hann fékk að koma og æfa með okkur."

Oliver er 23 ára og er uppalinn hjá Lyngby. Hann er hávaxinn, 1,96 m og er án félags sem stendur.

KA situr í 8. sæti Bestu deildarinnar sem stendur. Liðið er þremur stigum frá Fram sem situr í 6. sæti (neðsta sæti efri hlutans) og níu stigum fyrir ofan fallsæti.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner