Félagaskiptagluggi íslenska boltans lokar á miðnætti og því hafa félög í Bestu deildum karla og kvenna, auk Lengjudeild karla, einungis daginn í dag til að klára að stunda sín viðskipti fyrir gluggalok.
Öll önnur félög, sem leika í neðri deildum karla og kvenna, þar með talinni Lengjudeild kvenna, höfðu tíma til 31. júlí til að ljúka sínum viðskiptum.
Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála í félagaskiptaglugganum í dag þar sem ýmis félög eiga enn eftir að fullkomna leikmannahópana sína.
Við hjá Fótbolta.net munum fylgjast náið með framvindu mála á gluggadegi.
Athugasemdir