RB Leipzig hefur staðfest kaupin á norska landsliðsmanninum Antonio Nusa en hann kemur frá Club Brugge í Belgíu.
Nusa er 19 ára gamall vængmaður sem hefur spilað hjá Brugge frá 2021.
Árið 2022 varð hann yngsti Norðmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni sá næst yngsti til að skora er Club Brugge vann Porto, 4-0.
Hann er nú genginn í raðir Leipzig í Þýskalandi og hefur skrifað undir fimm ára samning.
Leipzig greiðir 20-22,5 milljónir evra fyrir Norðmanninn.
Nusa á 7 A-landsleiki að baki með norska landsliðinu og skorað eitt mark.
Top new signing for RB Leipzig ??
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) August 13, 2024
We have signed Antonio #Nusa from @ClubBrugge????
The 19-year-old Norwegian receives a five-year contract with us and will wear the number 7?!
Welcome to Leipzig, Antonio! ???????? pic.twitter.com/7DYqVMB5fx
Athugasemdir