Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Leipzig fær norskan landsliðsmann frá Club Brugge (Staðfest)
Mynd: Getty Images
RB Leipzig hefur staðfest kaupin á norska landsliðsmanninum Antonio Nusa en hann kemur frá Club Brugge í Belgíu.

Nusa er 19 ára gamall vængmaður sem hefur spilað hjá Brugge frá 2021.

Árið 2022 varð hann yngsti Norðmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni sá næst yngsti til að skora er Club Brugge vann Porto, 4-0.

Hann er nú genginn í raðir Leipzig í Þýskalandi og hefur skrifað undir fimm ára samning.

Leipzig greiðir 20-22,5 milljónir evra fyrir Norðmanninn.

Nusa á 7 A-landsleiki að baki með norska landsliðinu og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner