Það fóru sex leikir fram í 2. deild karla í kvöld þar sem Ægir tapaði á heimavelli gegn Þrótti Vogum í toppbaráttunni.
Dimitrije Cokic tók forystuna fyrir heimamenn í Þorlákshöfn skömmu fyrir leikhlé, en Vogamenn svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og unnu að lokum 1-2 til að klifra upp í 2. sætið. Þróttur er þar með 30 stig, fimm stigum á eftir toppliði Ægis þegar fimm umferðir eru eftir af deildartímabilinu.
Ægismenn voru ekki þeir einu sem hikstuðu á heimavelli þar sem Dalvík/Reynir beið einnig ósigurs. Dalvíkingar töpuðu gegn Kormáki/Hvöt þar sem Bocar Djumo gerði eina mark leiksins á 2. mínútu.
Dalvík er í þriðja sæti með 29 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Kormák/Hvöt. Þetta þýðir að tvö topplið deildarinnar fyrir þessa umferð töpuðu bæði heimaleikjum sínum.
Haukar deila fjórða sætinu með Kormáki/Hvöt eftir góðan sigur í Ólafsvík. Sigurður Hrannar Þorsteinsson reyndist hetjan þar með því að setja tvennu í síðari hálfleik.
Ólsarar eru tveimur stigum á eftir Haukum í ótrúlega þéttum pakka.
Dominic Lee Briggs skoraði þá tvö síðustu mörkin í dýrmætum sigri Víðismanna í Garði gegn Kára. Liðin mættust í hörðum fallbaráttuslag og skoruðu heimamenn fjögur mörk í frábærum sigri.
Þetta er annar sigur Garðsmanna í röð og er liðið komið úr fallsæti á kostnað Kára. Víðir og Kári eru jafnir á stigum en Kári er í fallsæti á markatölu.
KFA tók svo á móti Hetti/Hugin í og skóp stórsigur eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.
Danilo Milenkovic kom gestunum frá Egilsstöðum yfir í þessum Austurlandsslag en Jacques Bayo Mben jafnaði metin og var staðan 1-1 í leikhlé. Jacques jafnaði með skalla eftir hornspyrnu.
Hann lét svo heldur betur til sín taka í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði fyrst beint úr aukaspyrnu og svo aftur eftir hornspyrnu. Hann fullkomnaði þar með þrennu og staðan orðin 3-1 snemma í síðari hálfleik.
Þaðan var ekki aftur snúið. KFA rúllaði yfir Hött/Hugin þar sem Marteinn Már Sverrisson skoraði beint úr aukaspyrnu áður en Jawed Boumeddane gerði fimmta markið eftir skyndisókn. Sjötta markið kom svo á 71. mínútu svo lokatölur urðu 6-1.
Lestu um leikinn: KFA 6 - 1 Höttur/Huginn
Að lokum rúllaði Grótta yfir KFG er liðin mættust í Garðabæ. Kristófer Dan Þórðarson var atkvæðamestur í liði Seltirninga með þrennu.
Lokatölur urðu 2-5 fyrir Gróttu sem jafnar Dalvík/Reyni á stigum í þriðja sæti með þessum sigri.
Víkingur Ó. 1 - 3 Haukar
1-0 Asmer Begic ('29 )
1-1 Alexander Aron Tómasson ('35 )
1-2 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('48 )
1-3 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('76 )
Rautt spjald: Óliver Steinar Guðmundsson , Haukar ('90)
Ægir 1 - 2 Þróttur V.
1-0 Dimitrije Cokic ('45 )
1-1 Markaskorara vantar
1-2 Markaskorara vantar
Dalvík/Reynir 0 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Bocar Djumo ('2 )
Víðir 4 - 1 Kári
1-0 Valur Þór Hákonarson ('16 )
2-0 Hammed Obafemi Lawal ('25 )
2-1 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('33 )
3-1 Dominic Lee Briggs ('45 )
4-1 Dominic Lee Briggs ('46 )
KFA 6 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Danilo Milenkovic ('20 )
1-1 Jacques Bayo Mben ('38 )
2-1 Jacques Bayo Mben ('50 )
3-1 Jacques Bayo Mben ('52 )
4-1 Marteinn Már Sverrisson ('60 )
5-1 Jawed Abd El Resak Boumeddane ('66 )
6-1 Hrafn Guðmundsson ('73 )
Rautt spjald: Genis Arrastraria Caballe, Höttur/Huginn ('53)
KFG 2 - 5 Grótta
0-1 Marciano Aziz ('11 )
0-2 Kristófer Dan Þórðarson ('15 )
0-3 Valdimar Daði Sævarsson ('30 )
1-3 Magnús Andri Ólafsson ('53 )
1-4 Kristófer Dan Þórðarson ('64 )
1-5 Kristófer Dan Þórðarson ('72 )
2-5 Eyþór Örn Eyþórsson ('89 )
Rautt spjald: Arnar Ingi Valgeirsson , KFG ('90)
Athugasemdir