Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 16:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Tipsbladet 
Bröndby æfði vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Víkingi
Frederik Birk, stjóri Bröndby.
Frederik Birk, stjóri Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr fyrri leik Víkings og Bröndby.
Úr fyrri leik Víkings og Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby mun blása til sóknar í Kaupmannahöfn á morgun þegar liðið leikur seinni leik sinn gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Það er heldur ekkert annað í stöðunni fyrir heimamenn eftir magnaðan 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum.

„Ég hef lagt mikla áherslu á orðið trú, og trúin er til staðar hjá leikmönnum og starfsliðinu. Við þurfum að sækja í þessum leik, og við verðum að snúa þessu við," sagði Frederik Birk, stjóri Bröndby, í samtali við Tipsbladet eftir æfingu í dag.

„Við þurfum að sækja frá upphafi leiks en þurfum líka að gæta þess að við fáum ekki á okkur ódýr mörk eins og við gerðum á Íslandi."

Ef Bröndby vinnur með þriggja marka mun á morgun mun viðureignin fara í vítaspyrnukeppni og lið Bröndby bjó sig undir þann möguleika á æfingu í dag.

„Þetta gæti endað í vítakeppni. Það er vaninn að við æfum vítaspyrnur þegar við erum í leikjum sem þessum og æfingin í dag var engin undantekning á því," segir Birk.

Leikmenn Bröndby hafa talað um það í viðtölum fyrir leikinn að áhorfendur muni fá að sjá allt aðra útgáfu af liðinu en í fyrri leiknum.

Besti leikur Gylfa
Tipsbladet er með viðtal við Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, fyrir leikinn og þar talar Sölvi um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri leiknum.

„Gylfi var framúrskarandi. Þetta var hans besti leikur síðan hann kom hingað og margir fleiri spiluðu einnig sinn besta leik. Þú sérð töfrana í Gylfa þegar kemur að föstum leikatriðum. Hann getur sparkað boltanum nákvæmlega þangað sem hann vill, þá er það bara í höndum annarra að notfæra sér það. Hann gefur okkur góða möguleika í föstum leikatriðum," segir Sölvi.
Athugasemdir
banner
banner