Leeds United er að fá sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin á frjálsri sölu.
Þessi 28 ára leikmaður yfirgaf Everton í sumar, þegar samningur hans rann út.
Þessi 28 ára leikmaður yfirgaf Everton í sumar, þegar samningur hans rann út.
BBC greinir frá því að leikmaðurinn sé á leið í læknisskoðun hjá Leeds en liðið vann Championship-deildina á síðasta tímabili og er komið aftur meðal þeirra bestu.
Calvert-Lewin er öflugur framherji en hann er mjög meiðslagjarn og var frekar kaldur á síðasta tímabili. Hann var níu ár hjá Everton og skoraði 71 mark í 274 leikjum.
Daniel Farke og lærisveinar í Leeds hefja leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöld.
Athugasemdir