
Heil umferð verður í Lengjudeildinni í kvöld en athyglisvert er að dómarar á öllum leikjunum sex eru dómarar úr Bestu deildinni. Það er stund milli stríða í Bestu deildinni og næstu leikir þar ekki fyrr en á sunnudag.
Dómarar úr Bestu deildinni eru vanir því að dæma í Lengjudeildinni en það er ansi sjaldgæft að allir dómararnir í einni umferð í Lengjudeildinni komi úr efstu deild.
Þá má geta þess að tveir dómarar úr Bestu deildinni dæma í 2. deild í kvöld; Jóhann Ingi Jónsson dæmir leik Víkings Ó. og Hauka og Elías Ingi Árnason leik KFG og Gróttu.
Dómarar úr Bestu deildinni eru vanir því að dæma í Lengjudeildinni en það er ansi sjaldgæft að allir dómararnir í einni umferð í Lengjudeildinni komi úr efstu deild.
Þá má geta þess að tveir dómarar úr Bestu deildinni dæma í 2. deild í kvöld; Jóhann Ingi Jónsson dæmir leik Víkings Ó. og Hauka og Elías Ingi Árnason leik KFG og Gróttu.
Dómarar kvöldsins í Lengjudeild karla
18:00 Leiknir R.-Fylkir (Ívar Orri Kristjánsson)
18:00 Selfoss-HK (Helgi Mikael Jónasson)
18:00 Völsungur-Þór (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
18:00 Keflavík-Grindavík (Arnar Þór Stefánsson)
18:30 Fjölnir-Njarðvík (Twana Khalid Ahmed)
19:15 Þróttur R.-ÍR (Gunnar Oddur Hafliðason)
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |
Athugasemdir