Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Willum lagði upp gegn Sheffield
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærlingar Martí Cifuentes eru strax úr leik í deildabikarnum.
Lærlingar Martí Cifuentes eru strax úr leik í deildabikarnum.
Mynd: EPA
Það fóru fimm leikir fram í enska deildabikarnum í kvöld og þurfti að útkljá þrjá þeirra með vítaspyrnukeppni.

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í frábærum sigri Birmingham City gegn Sheffield United. Hann átti góðan leik og lagði upp sigurmarkið. Alfons Sampsted var ekki í hóp.

Kyogo Furuhashi, fyrrum stjörnuleikmaður Celtic, tók forystuna snemma leiks fyrir Birmingham eftir undirbúning frá Demarai Gray.

Heimamenn í Birmingham voru talsvert sterkari aðilinn á vellinum og fengu mikið af góðum færum en tókst ekki að tvöfalda forystuna. Þess í stað jafnaði Gustavo Hamer metin fyrir gestina frá Sheffield.

Leikurinn stefndi því í vítaspyrnukeppni en Willum Þór vildi komast heim svo hann ákvað að gefa stoðsendingu á 87. mínútu. Jay Stansfield skoraði markið og urðu lokatölur 2-1.

Willum og félagar taka á móti Port Vale í næstu umferð, sem eru 64-liða úrslit.

Sjáðu sigurmarkið

Í öðrum leikjum kvöldsins kemur það helst á óvart að Leicester City er úr leik eftir tap gegn Huddersfield í vítaspyrnukeppni.

Leicester tók forystuna í tvígang en í bæði skiptin tókst Huddersfield að jafna. Í vítakeppninni voru það svo Jordan Ayew, Bilal El Khannouss og Kasey McAteer sem brenndu af.

Sheffield Wednesday er komið áfram í næstu umferð eftir sigur í vítakeppni gegn tíu leikmönnum Bolton og þurfti Barnsley einnig vítaspyrnur til að slá Fleetwood Town úr leik.

Cheltenham hafði að lokum betur gegn Exeter, 2-0.

Barnsley 2 - 2 Fleetwood Town
1-0 Jonathan Russell ('15 )
1-1 Toby Mullarkey ('45 )
2-1 Toby Mullarkey ('59 , sjálfsmark)
2-2 Owen Devonport ('90 )
5-4 í vítakeppni

Bolton 3 - 3 Sheffield Wed
0-1 Guilherme Siqueira ('8 )
1-1 Jordi Osei-Tutu ('36 )
1-2 Ike Ugbo ('37 )
2-2 Thierry Gale ('77 )
2-3 Reece Johnson ('80 )
3-3 Amario Cozier-Duberry ('90 )
Rautt spjald: Sam Inwood, Bolton ('27)
2-4 í vítakeppni

Cheltenham Town 2 - 0 Exeter
1-0 James Wilson ('28 )
2-0 Ryan Broom ('55 )

Huddersfield 2 - 2 Leicester City
0-1 Hamza Choudhury ('54 )
1-1 Daniel Vost ('65 )
1-1 Dion Charles ('65 , Misnotað víti)
1-2 Harry Winks ('68 )
2-2 Cameron Ashia ('76 )
3-2 í vítakeppni

Birmingham 2 - 1 Sheffield Utd
1-0 Kyogo Furuhashi ('5 )
1-1 Gustavo Hamer ('72 )
2-1 Jay Stansfield ('87 )
Athugasemdir
banner