Jadon Sancho hefur verið orðaður við tyrkneska félagið Besiktas. Sancho er ekki í plönum Manchester United, enska félagið vill losa hann í burtu og hefur hann verið orðaður við Roma, Juventus, Inter, Dortmund og Besiktas að undanförnu.
Í kjölfar sögusagnanna um áhuga Besiktas tóku stuðningsmenn tyrkneska félagsins sig saman og settu inn milljónir athugasemda undir nýjustu færslu Sancho á Instagram. Þeir vilja ólmir fá hann til félagsins.
Í kjölfar sögusagnanna um áhuga Besiktas tóku stuðningsmenn tyrkneska félagsins sig saman og settu inn milljónir athugasemda undir nýjustu færslu Sancho á Instagram. Þeir vilja ólmir fá hann til félagsins.
Það eru 135 sinnum fleiri athugasemdir en við síðustu færslu þar á undan.
Forseti Besiktas, Serdal Adali, viðurkennir að hann hafi líka áhuga á því að fá enska kantmanninn í sínar raðir. Hann segir að félagið muni gera sitt besta til að fá Sancho í sínar raðir.
Athugasemdir