Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Mikill léttir eftir langþráðan fyrsta sigur en hreinskilni með stöðuna
Kvenaboltinn
'Það var helvíti gott að ná því í gær loksins'
'Það var helvíti gott að ná því í gær loksins'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL er áfram í botnsætinu og það þyrfti kraftaverk til að koma liðinu í öruggt sæti.
FHL er áfram í botnsætinu og það þyrfti kraftaverk til að koma liðinu í öruggt sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ef við fáum meðbyr og náum einhverju skriði þá getum við kannski gert úrslitakeppnina spennandi'
'Ef við fáum meðbyr og náum einhverju skriði þá getum við kannski gert úrslitakeppnina spennandi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum á svolítið lengri vegferð en að hugsa bara um eitt tímabil'
'Við erum á svolítið lengri vegferð en að hugsa bara um eitt tímabil'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL vann í gær sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni á tímabilinu, sigurinn kom loksins í 13. umferð þegar Fram kom í heimsókn í Fjarðabyggðarhöllina.

FHL vann 3-2 sigur og er nú tíu stigum, plús markatölu, frá öruggu sæti. Liðið á eftir að spila fimm leiki í hefðbundinni deildarkeppni og svo þrjá eftir að deildinni er skipt upp. Fótbolti.net ræddi við Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfara FHL, um sigurinn og stöðuna.

Lestu um leikinn: FHL 3 -  2 Fram

„Loksins, við höfum átt marga leiki þar sem við hefðum getað fengið eitthvað en ekki fengið. Það var helvíti gott að ná því í gær loksins," segir Kalli.

„Auðvitað er þetta mikill léttir, það er ömurlegt að fara í gegnum mótið og ná ekki í neitt, við höfum átt alveg þokkalegustu leiki inn á milli, á köflum náð að spila virkilega vel. Það var mikill léttir að sjá þrjú stig detta í hús loksins."

„Mér fannst byrjunin á leiknum, og í raun allur fyrri hálfleikurinn skapa þessa trú sem þarf og við hefðum átt að gera gersamlega út um leikinn þar, við óðum í færum og komumst í góðar stöður."

„Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum fannst mér hafa dregið svolítið af liðinu mínu. Ég vil kenna því um að við vorum að spila á laugardegi, finnst rosa stuttur tími milli leikja að spila á laugardegi og þriðjudegi. Þetta er annað skiptið þar sem við erum að spila og það eru tveir dagar milli leikja, ég veit ekki hvort einhver myndi samþykkja að spila svona þétt. Meiðslahætta eykst við svona leikjaálag, 3-4 dagar finnst mér í lagi, en tveir dagar finnst mér mjög tæpt."


Hvernig metur Kalli stöðuna?

„Staðan er nú svört," segir Kalli hreinskilinn. „Ef við fáum meðbyr og náum einhverju skriði þá getum við kannski gert úrslitakeppnina spennandi. En eins og staðan er akkúrat núna verður þetta væntanlega bara tveggja hesta hlaup sýnist mér. Vonandi getum við gert eitthvað og það er auðvitað markmið, en það er krefjandi markmið."

Hvað gekk upp í gær og hvað þarf FHL að gera í framhaldinu?

„Við þurfum að komast áfram í þessar stöður sem við fengum í gær og nýta færin sem við fáum. Það hefur klikkað svolítið, en í gær tókst það þokkalega. Við hefðum samt getað skorað 2-3 í viðbót í fyrri hálfleik, það hefði hjálpað og gert út um leikinn fyrr. En fyrir vikið varð leikurinn skemmtilegur."

Má eiga von á einhverjum tíðindum í dag varðandi leikmannamál?

„Ég geri ekki ráð fyrir því, nema einhver hringi og segist vilja koma hingað. Það var ákveðið að við myndum klára mótið með þessum hóp."

Kalli hrósar stuðningsfólki liðsins fyrir að mæta áfram þrátt fyrir erfitt gengi.

„Þetta er hörkudeild og virkilega skemmtilegt að spila í henni. Ég geri ráð fyrir því að þó að liðið fari niður, þá verði lagt kapp í að koma liðinu upp aftur. Ég vil þakka stuðningsfólkinu fyrir að vera viljugt að mæta þó að árangurinn hafi ekki verið góður, það er stórt atriði í þessu líka."

Í þessari erfiðu stöðu, hefur þú, eða hafðir þú, áhyggjur af þínu starfi?

„Nei, við erum á svolítið lengri vegferð en að hugsa bara um eitt tímabil, hugsum lengra fram í tímann. Við höfum ekki verið föst í úrslitahugsun eins og kannski stærri klúbbar. Við hugsum til framtíðar, ekki skamms tíma," segir Kalli.

Næsti leikur FHL verður gegn Þór/KA á útivelli þann 21. ágúst.

Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 14 12 1 1 56 - 11 +45 37
2.    FH 13 10 1 2 33 - 15 +18 31
3.    Þróttur R. 12 9 1 2 26 - 12 +14 28
4.    Valur 14 6 3 5 20 - 21 -1 21
5.    Þór/KA 13 6 0 7 23 - 25 -2 18
6.    Stjarnan 13 5 0 8 17 - 28 -11 15
7.    Fram 13 5 0 8 18 - 33 -15 15
8.    Tindastóll 12 4 1 7 17 - 23 -6 13
9.    Víkingur R. 13 3 1 9 21 - 33 -12 10
10.    FHL 13 1 0 12 8 - 38 -30 3
Athugasemdir
banner
banner