PSG 2 - 2 Tottenham
0-1 Micky van de Ven ('38)
0-2 Cristian Romero ('47)
1-2 Lee Kang-in ('85)
2-2 Goncalo Ramos ('94)
4-3 í vítaspyrnukeppni
0-1 Micky van de Ven ('38)
0-2 Cristian Romero ('47)
1-2 Lee Kang-in ('85)
2-2 Goncalo Ramos ('94)
4-3 í vítaspyrnukeppni
PSG og Tottenham áttust við í úrslitaleiknum um Ofurbikar Evrópu í kvöld og var leikurinn afar tíðindalítill fram að fyrsta markinu.
Tottenham var hættulegra liðið gegn Evrópumeisturum PSG og tóku lærisveinar Thomas Frank forystuna eftir aukaspyrnu á 38. mínútu. Lucas Chevalier varði marktilraun Joao Palhinha í slána og fylgdi Van de Ven eftir af stuttu færi.
Tottenham verðskuldaði því að vera með forystu í hálfleik og tvöfaldaði fyrirliðinn Cristian Romero forystuna með skalla eftir aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks.
PSG átti engin svör við skipulögðum varnarleik Tottenham. Evrópumeistararnir áttu ekki marktilraun sem rataði á rammann fyrr en á 65. mínútu leiksins, en Guglielmo Vicario gerði vel að verja.
Lærisveinar Luis Enrique lifnuðu þó heldur betur við á lokakaflanum í Udine og tókst að minnka muninn á 85. mínútu með marki frá Kang-in Lee sem hafði komið inn af bekknum. Suður-Kóreubúinn kláraði gott færi með frábæru skoti eftir laglega sókn.
PSG hélt áfram að þjarma að Tottenham á lokamínútunum og tókst öðrum varamanni að gera jöfnunarmarkið. Í þetta sinn var það Goncalo Ramos sem skallaði fyrirgjöf frá Ousmane Dembélé í netið.
Jöfnunarmarkið kom seint í uppbótartíma og reyndu stjörnurnar í liði PSG að sækja sigurmark en það tókst ekki. Því var gripið til vítaspyrnukeppni.
Vitinha klúðraði fyrstu spyrnu PSG en Van de Ven klúðraði svo fyrir Tottenham til að jafna stöðuna.
Mathys Tel var næstur að brenna af á meðan PSG skoraði úr sínum spyrnum til að tryggja sér annan titil.
Þess má geta að þetta var fyrsti leikur PSG á undirbúningstímabilinu þar sem leikmenn hafa verið í fríi síðustu vikur eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á HM félagsliða.
Bæði lið mæta svo til leiks í deildarkeppnum sínum um helgina. Tottenham tekur á móti Burnley á laugardaginn áður en PSG heimsækir Nantes á sunnudaginn.
Athugasemdir