Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero er orðinn nýr fyrirliði Tottenham eftir að Heung-min Son yfirgaf félagið.
Romero er 27 ára gamall og hefur spilað 124 leiki á fjórum árum hjá Tottenham.
Atlético Madrid reyndi að kaupa hann í sumar en Tottenham vill ekki selja miðvörðinn sinn sem mun áfram sinna lykilhlutverki í varnarlínunni.
Romero er með fyrirliðabandið í úrslitaleik Ofurbikars Evrópu sem er í gangi þessa stundina. Tottenham spilar þar við PSG í spennandi slag.
Hann er ekki eingöngu lykilmaður í varnarlínu Tottenham því Romero hefur spilað 44 landsleiki fyrir Argentínu og unnið bæði HM og Copa América.
12.07.2025 08:20
Atlético hættir við Romero - Real Madrid fylgist með
Thomas Frank on his new captain ????? pic.twitter.com/u9h4oY7zPg
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 13, 2025
Athugasemdir