Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Romero tekur við bandinu af Son
Mynd: EPA
Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero er orðinn nýr fyrirliði Tottenham eftir að Heung-min Son yfirgaf félagið.

Romero er 27 ára gamall og hefur spilað 124 leiki á fjórum árum hjá Tottenham.

Atlético Madrid reyndi að kaupa hann í sumar en Tottenham vill ekki selja miðvörðinn sinn sem mun áfram sinna lykilhlutverki í varnarlínunni.

Romero er með fyrirliðabandið í úrslitaleik Ofurbikars Evrópu sem er í gangi þessa stundina. Tottenham spilar þar við PSG í spennandi slag.

Hann er ekki eingöngu lykilmaður í varnarlínu Tottenham því Romero hefur spilað 44 landsleiki fyrir Argentínu og unnið bæði HM og Copa América.

   12.07.2025 08:20
Atlético hættir við Romero - Real Madrid fylgist með



Athugasemdir
banner
banner