Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   mið 13. ágúst 2025 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Viking úr leik í Tyrklandi
Mynd: EPA
Mynd: Viking
Basaksehir 1 - 1 Viking (4-2 samanlagt)
0-1 Onur Bulut ('34, sjálfsmark)
1-1 Davie Selke ('40)

Norska stórveldið Viking er úr leik í Evrópu eftir jafntefli við Basaksehir í Istanbúl.

Viking tók forystuna með sjálfsmarki í fyrri hálfleik sem kom gegn gangi leiksins en heimamenn jöfnuðu metin fyrir leikhlé. Davie Selke, fyrrum framherji RB Leipzig og Werder Bremen, skoraði markið eftir undirbúning frá Eldor Shomurodov sem er hjá Basaksehir á lánssamningi frá Roma.

Staðan var jöfn í leikhlé og tóku Norðmennirnir völdin á vellinum í seinni hálfleik. Þeir fengu góð færi til að skora en tókst ekki svo lokatölur urðu 1-1 í Tyrklandi.

Viking er því úr leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli.

Basaksehir spilar næst úrslitaleik um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Þar mæta Tyrkirnir annað hvort Universitatea Craiova eða Spartak Trnava.

Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður í liði Viking.
Athugasemdir
banner