Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. september 2019 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Dani Alves hafnaði Juve og Barca í sumar
Mynd: Getty Images
Dani Alves er einn af bestu bakvörðum sögunnar og leikur enn fyrir brasilíska landsliðið þrátt fyrir að vera 36 ára gamall.

Hann gerði garðinn frægan fyrst með Sevilla og svo Barcelona. Þar stimplaði hann sig inn sem einn af bestu hægri bakvörðum sögunnar og stóð sig einnig vel eftir að hann skipti yfir til Juventus og síðar til PSG.

Hann varð samningslaus í sumar eftir tvö ár hjá Frakklandsmeisturum PSG.

„Ég hafði möguleika á að fara aftur til Juventus eða Barcelona en þau gátu ekki lofað mér byrjunarliðssæti. Þess vegna hafnaði ég þeim og valdi að fara til Brasilíu," sagði Dani Alves.

„Flest félög sem settu sig í samband við mig gátu ekki lofað mér byrjunarliðssæti, þau halda að ég renni út."

Dani Alves er búinn að spila fjóra leiki frá komu sinni til Sao Paulo. Hann skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir félagið og hefur verið að spila á miðri miðjunni vegna meiðsla í hópnum.

Alves á 116 landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Hann lék 250 leiki fyrir Sevilla og 391 fyrir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner