Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. september 2022 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Framtíð Alfreðs hjá Grindavík ræðst í lok mánaðar
Lengjudeildin
Alfreð Elías
Alfreð Elías
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhver óvissa er með framtíð Alfreðs Elíasar Jóhannssonar hjá Grindavík. Alfreð er þjálfari liðsins og gerði þriggja ára samning við félagið þegar hann tók við starfinu síðasta haust.

Einhverjar sögur hafa heyrst að stjórn Grindavíkur íhugi þjálfaraskipti.

„Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi þjálfaramálin. Það verður ekki tekin ákvörðun fyrr en eftir aukaaðalfund hjá okkur sem haldinn verður 29. september næstkomandi," sagði Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Einn leikur er eftir af Lengjudeildinni og er Grindavík sem stendur í 9. sæti deildarinnar. Allar líkur eru á því liðinu verði dæmd þrjú stig til viðbótar og með sigri í lokaumferðinni (gegn Gróttu á útivelli) myndi liðið því enda með 33 stig. Sá árangur myndi hæst duga í 5. sæti deildarinnar. Lokaumferðin fer fram næsta laugardag.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner