Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. september 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurðist fyrir um Romeu í djóki - Hélt að þetta yrði ómögulegt
Mynd: Getty Images

Quique Carcel framkvæmdarstjóri Girona á Spáni taldi sig vera mjög bjartsýnn þegar hann heyrði í umboðsmanni Oriol Romeu í sumar.


Romeu var samningsbundinn Southampton í tæpt ár til viðbótar en Carcel ákvað að tékka á stöðunni.

„Ég setti Oriol á óskalistann í djóki. Því það var flókið ferli að næla í hann. ÞEgar við töluðum við umboðsmanninn virtist þetta ómgöulegt. Sú staðreynd að við höfðum samband á fyrsta degi fékk hann til að hugsa málið," sagði Carcel.

„Hann gerði margt til að komast hingað, það var lykillinn."

Southampton samþykkti að rifta samningnum hans og leyfði honum að fara frítt til nýliðana í La Liga. Hann var varla fenginn til að skora mörkin en hann skoraði þó sigurmarkið í 2-1 sigri liðsins á Valladolid í fyrsta heimaleiknum hans á föstudagskvöldið.

Hann hafði aðeins skorað 10 mörk í 387 leikjum fyrir leikinn á föstudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner