Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. október 2019 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Giggs um James: Hann missti ekki meðvitund
Var Daniel James að þykjast vera rotaður?
Var Daniel James að þykjast vera rotaður?
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, þjálfari velska landsliðsins, segir að Daniel James hafi ekki misst meðvitund í 1-1 jafntefli liðsins gegn Króatíu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

James virtist fá þungt höfuðhögg eftir samstuð við Domagoj Vida og féll James til jarðar. Þar var útlit fyrir að hann hefði rotast áður en hann sneri aftur inn á völlinn nokkrum mínútum síðar og kláraði svo leikinn.

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, neyddist til að leggja skóna á hilluna eftir samstuði við Gary Cahill í febrúar árið 2018 og var í áfalli yfir viðbrögðum velska liðsins.

Giiggs útskýrði fyrir fjölmiðlum að James hafi í raun og veru ekki misst meðvitund heldur hafi hann boðið upp á örlítinn leikþátt.

„Daniel James féll í jörðina og virtist bjóða upp á leiktþátt með því að liggja áfram í jörðinni en læknaliðið kíkti á hann og hann leit vel út í öllum prófum.

James ræddi einnig við fjölmiðla eftir leik og staðfesti þær fregnir að hann hafi ekki misst meðvitund.

„Það komu nokkrar tæklingar í þessum leik en maður bjóst svosem við því. Ég er góður. Hann kom aðeins við hausinn á mér en sem betur fer missti ég ekki meðvitund," sagði James.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner