banner
   mið 13. október 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Berbatov tapaði í forsetakosningunum
Dimitar Berbatov.
Dimitar Berbatov.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður Manchester United, beið lægri hlut í framboði til forseta búlgarska fótboltasambandsins.

Borislav Mihaylov hlaut endurkjör til fjögurra ára.

Berbatov hafði talað fyrir því að breytinga væri þörf og ætlaði að berjast gegn spillingu, mútumálum og kynþáttafordómum hjá vallargestum.

Berbatov fékk 230 atkvæði, 11 færri en Mihaylov. Þeir voru ekki einir í framboði, Hristo Portochanov fékk 8 atkvæði.

Mihaylov var markvörður á ferli sínum en hann hefur setið í forsetastól búlgarska sambandsins að mestu síðustu sextán ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner