Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   fim 13. október 2022 10:47
Elvar Geir Magnússon
Newcastle skoðar mögulega stækkun og nafnabreytingu á leikvangi sínum
Newcastle United er að kanna mögulegan nafnarétt á St James' Park og möguleika á stækkun leikvangsins. Félagið hyggst fara í þessa vinnu í samráði við stuðningsmenn.

Margir stuðningsmenn urðu reiðir þegar nafni leikvangsins var breytt í Sports Direct Arena í tíð fyrrum eiganda, Mike Ashley.

Nýju eigendur félagsins eru að leita leiða til að auka tekjumöguleika og framkvæmdastjórinn Darren Eales segir að allir möguleikar verði skoðaðir.

Newcastle hefur eytt yfir 200 milljónum punda í leikmannakaup síðan Sádi-Arabarnir keyptu félagið fyrir ári síðan.

„Við viljum gera þetta í samráði við stuðningsmenn okkar, það er mikilvægt að eiga samtalið við þá. Við viljum ekki að meirihluti stuðningsmanna verði óánægðir. Við skoðum alla möguleika en ég vil fá að nefna það að St James' Park er að mínu mati besti staðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að horfa á fótbolta," segir Eales en leikvangurinn tekur í dag rúmlega 52 þúsund áhorfendur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner