Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 13:38
Magnús Már Einarsson
Mikkelsen segist fá betur greitt á Íslandi en í dönsku úrvalsdeildinni
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, segist fá betur borgað á Íslandi en hann fékk hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB á sínum tíma.

Hinn 29 ára gamli Mikkelsen kom til Breiðabliks um mitt sumar 2018 og hefur síðan þá skorað 23 mörk í 31 leik í Pepsi Max-deildinni.

Þessa dagana æfir Mikkelsen með sínu gamla félagi FC Fredericia en hann spilaði síðast í Danmörku tímabilið 2016/2017 þegar hann lék með OB í dönsku úrvalsdeildinni. OB er í dag í 5. sæti í úrvalsdeildinni þar í landi.

Mikkelsen segir í viðtali við Fredericia Dagblad að hann fái betri laun hjá Breiðabliki en hann fékk hjá OB.

„Ég er fyrst og fremst áfram á Íslandi af fjárhagslegum ástæðum. Ég fæ hærri laun en ég gerði hjá OB þegar ég var þar. Félagið borgar líka fyrir bíl og íbúð. Flest dönsk félög geta ekki keppt við það," sagði Mikkelsen við Fredericia Dagblad.

Mikkelsen verður í Danmörku til 25. janúar en þá snýr hann aftur til Íslands fyrir næsta tímabil í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner