Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 13. nóvember 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rakitic: Þeir eru búnir að taka boltann af mér
Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic er líklega á förum frá Barcelona í janúar. Það verður áhugavert að sjá hvert hann heldur næst en mikill áhugi er frá ýmsum stórliðum á Englandi og Ítalíu.

Rakitic er 31 árs og hefur verið lykilmaður í liði Börsunga í fimm og hálft ár. Hann vill yfirgefa Barca útaf takmörkuðum spiltíma.

„Hvernig hef ég gaman? Með því að spila fótbolta. Þeir (Barca) eru búnir að taka boltann af mér og núna er ég leiður," sagði Rakitic við Movistar.

„Ég skil og virði ákvarðanir þjálfarans og félagsins en ég tel mig hafa gefið félaginu mjög mikið síðustu fimm ár. Ég vil halda áfram að hafa gaman og það skiptir mig mestu máli að fá spiltíma.

„Ég er 31 árs, ekki 38, og mér líður eins og ég sé uppá mitt besta."

Athugasemdir
banner