Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 12:48
Magnús Már Einarsson
Gerrard framlengir við Rangers (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2024.

Gerrard, sem er fyrrum fyrirliði Liverpool, tók við stjórnartaumunum hjá Rangers sumarið 2018 og gerði þá fjögurra ára samning.

Rangers er í dag í öðru sæti í skosku úrvalsdeildinni, tveimur stigum á eftir Celtic, en liðin mætast í úrslitum skoska deildabikarsins um helgina.

Í gær stýrði Gerrard liði Rangers áfram í 32-liða úrslit í Evrópudeildinni.

Fyrr í dag framlengdi Jurgen Klopp samning sinn við Liverpool en Gerrard hefur verið nefndur sem arftaki hans í framtíðinni.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner