Það hefur gengið hörmulega hjá Englandsmeisturum Manchester City að undanförnu; það hefur ekkert gengið upp.
City mætir nágrönnum sínum í Manchester United um helgina en bæði lið eru á vondum stað.
City mætir nágrönnum sínum í Manchester United um helgina en bæði lið eru á vondum stað.
Pep Guardiola, stjóri Man City, var í dag spurður að því á fréttamannafundi hvort hann væri farinn að horfa til þess að styrkja lið sitt í janúarglugganum.
„Það sem ég vil er að fá leikmennina til baka," sagði Guardiola en mikið hefur verið um meiðsli hjá City.
„Það sem mér finnst erfitt er að ég er ekki með leikmennina mína en ég er ekki að hugsa um nýja leikmenn."
Athugasemdir