Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 14. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Eric Bailly í hóp um helgina?
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, er klár í slaginn á nýjan leik eftir meiðsli.

Bailly hefur verið frá keppni vegna meiðsla á hné síðan í sumar.

Bailly á að spila með varaliði Manchester United í dag og hann gæti verið í hópnum gegn Liverpool á sunnudag.

„Hann er mjög nálægt endurkomu. Hann gæti komið til baka um helgina," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

„Við erum með skipulagðan leik hjá varaliðinu í dag og vonandi nær hann 90 mínútum til að verða klár fyrir leikinn gegn Liverpool."
Athugasemdir
banner