Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. janúar 2020 09:10
Magnús Már Einarsson
Muller til Manchester United?
Powerade
Thomas Muller.
Thomas Muller.
Mynd: Getty Images
Liverpool vill ekki lána Shaqiri.
Liverpool vill ekki lána Shaqiri.
Mynd: Getty Images
Janúar glugginn fer að verða hálfnaður og mörg félög eru að skoða sín mál. Kíkjum á slúðrið.



Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að reyna að fá varnarmanninn John Stones (25) á láni frá Manchester City. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill fá tvo framherja til félagsins eftir að ljóst varð að Harry Kane verður frá keppni fram á vor vegna meiðsla. Krzysztof Piatek (24) framherji AC Milan kemur sterklega til greina en umboðsmenn Fernando Llorente (34) hjá Napoli og Christian Benteke (29) hjá Crystal Palace hafa líka rætt við Tottenham. (Independent)

Thomas Muller (30) gæti verið á förum frá Bayern Munchen eftir tuttugu ár hjá félaginu. Manchester United gæti reynt við hann í sumar. (Sun)

Christian Eriksen (27) er skrefi nær því að yfirgefa herbúðir Tottenham en hann hefur náð samkomulagi við Inter um samning upp á 100 þúsund pund á viku eftir skatt. (Times)

Atletico Madrid ætlar að reyna að fá Alexandre Lacazette (28) framherja Arsenal ef Edinson Cavani (32) kemur ekki frá PSG. (Express)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að Danny Ings framherji Southampton eigi skilið sæti í enska landsliðinu. (Sky Sports)

Liverpool hefur hafnað ósk Roma um að fá Xherdan Shaqiri (28) á láni. (Star)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, ætlar að setjast niður með Mike Ashley eiganda félagsins í þessari viku og ræða hvað verður gert í janúar glugganum. (Guardian)

Newcastle ætlar að bjóða félögum í Championship deildinni að fá framherjann Dwight Gayle (29) á láni. (Telegraph)

Aston Villa gæti fengið Christian Benteke (29) aftur í sínar raðir frá Crystal Palace. (Express)

Liverpool hefur boðið 12,8 milljónir punda í Ugurcan Cakir (23) markvörð Trabzonspor í Tyrklandi. (Sport Witness)

Southampton ætlar ekki að lána Che Adams (23) til Leeds. (Mirror)

Alvaro Morata (27) framherji Atletico Madrid kastaði upp fyrir vítaspyrnukeppnina gegn Real Madrid í úrslitum spænska Ofurbikarsins um helgina. (Marca)

Nígeríski milljarðamæringurinn Aliko Dangote (62) vill kaupa Arsenal á næsta ári. (Evening Standard)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að gefa leikmönnum sínum algjört frí þegar vetrarhlé verður í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner