Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 14. janúar 2020 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Woodgate: Við gáfum Tottenham tvö mörk
Mynd: Getty Images
Jonathan Woodgate, stjóri Middlesbrough, var sáttur með baráttuanda sinna manna eftir 2-1 tap gegn Tottenham í enska bikarnum í kvöld.

Tottenham komst tveimur mörkum yfir á fyrsta stundarfjórðungi leiksins eftir vandræðagang í varnarleik Middlesbrough. Þeim tókst þó ekki að bæta við fyrir leikhlé þrátt fyrir hættulegar tilraunir.

Gestirnir mættu grimmari út í seinni hálfleikinn og minnkuðu muninn á lokakaflanum, án þess að ná inn jöfnunarmarki.

„Mér finnst ekki gaman að tapa en ég óttaðist það versta eftir að við gáfum Tottenham tvö mörk í upphafi leiks," sagði Woodgate.

„Strákarnir sýndu mikinn baráttuanda, gáfust aldrei upp og töpuðu að lokum naumlega. Ef maður á að tapa þá er eins gott að gera það með sæmd. Strákarnir gáfu allt fyrir treyjuna."

Tomas Mejias, markvörður Middlesbrough, gerðist sekur um slæma sendingu í fyrsta marki leiksins. Hann gaf boltann á Giovani Lo Celso sem skoraði eftir tæplega tveggja mínútna leik.

„Við gerum allir mistök og ég mun ekki taka neinn sérstaklega fyrir eftir þetta tap. Það erum við sem hvetjum leikmenn til að spila úr vörninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner