Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. janúar 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Blackburn fær Branthwaite - Fleiri efnilegir leikmenn lánaðir
Hinn 18 ára gamli Branthwaite spilaði fjóra úrvalsdeildarleiki í haust.
Hinn 18 ára gamli Branthwaite spilaði fjóra úrvalsdeildarleiki í haust.
Mynd: Everton
Þeir eru nokkrir efnilegu leikmennirnir sem stórlið úr ensku úrvalsdeildinni eru að lána út í janúar.

Nokkur áhugaverð skipti hafa verið staðfest hingað til en fyrir skömmu var Blackburn Rovers að staðfesta komu varnarmannsins Jarrad Branthwaite að láni frá Everton út tímabilið.

Þá var Stoke City að staðfesta komu framherjans Jack Clarke að láni frá Tottenham á meðan Charlton fær Liam Millar frá Liverpool og Coventry fær Matty James frá Leicester City.

Þessir leikmenn fóru allir í Championship en aðrir voru lánaðir í C-deildina eða til útlanda.

AZ Alkmaar fékk Juan Familia-Castillo lánaðan frá Chelsea, Grasshoppers fékk Oskar Buur frá Wolves og að lokum fór Filip Benkovic frá Leicester til systurfélagsins OH Leuven, þar sem hann mun spila með Andy King.
Athugasemdir
banner
banner
banner