Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 14. janúar 2021 09:04
Elvar Geir Magnússon
Matip ekki með á æfingu - Í kapphlaupi við tímann
Frá æfingu Liverpool í gær.
Frá æfingu Liverpool í gær.
Mynd: Getty Images
Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir toppslag Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn verður klukkan 16:30 á sunnudaginn.

Ljósmyndarar voru mættir á AXA æfingasvæði Liverpool í gær en athygli vakti að miðvörðurinn Joel Matip var hvergi sjáanlegur á þeim tíma sem fjölmiðlar máttu fylgjast með æfingunni.

Skörð hafa verið hoggin í vörn Liverpool vegna meiðsla Virgil van Dijk og Joe Gomez og það endurspeglaðist í því þegar miðjumennirnir Jordan Henderson og Fabinho spiluðu saman í miðverðinum í tapinu gegn Southampton.

Matip er á meiðslalistanum og vonast hefur verið eftir því að hann verði klár í slaginn á sunnudaginn. En hann virðist vera að tapa kapphlaupinu við tímann.

Klopp leggur áherslu á að leikmenn geti tekið þátt í að minnsta kosti tveimur æfingum áður en þeir koma til greina í leik.

Naby Keita tók heldur ekki þátt í æfingunni en miðjumaðurinn hefur ekki spilað síðan hann lék í 7-0 sigrinum gegn Crystal Palace fyrir jól.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner